Hide

Problem A
Raðir

Languages en is
/problems/radir/file/statement/is/img-0001.jpg
Three of Hearts eftir Harry Shelton, Unsplash
Þér finnst rosalega gaman að spila á spil með vinkonu þinni, en hún var nýlega að kynna þig fyrir nýjum leik. Til að byrja með fær hvor leikmaður $p$ spil til að hafa á hendi. Þið skiptist svo á að gera, en sá sem á leik dregur eitt spil á hendi og hendir svo einu spili af hendi (mögulega spilinu sem var dregið). Markmið leiksins er að fá röð á hendi. Röð samanstendur af þremur spilum af sömu sort sem uppfyllir það að, ef minnsta spilið hefur gildi $a$, þá hafa hin tvö spilin gildi $a+1$ og $a+2$. Þú getur tilkynnt sigur þegar þinni umferð er lokið, svo lengi sem þú ert með að minnsta kosti eina röð á hendi.

Þú varst rétt í þessu að tapa fyrir vinkonu þinni. Þú varðst ekki fyrir miklum vonbrigðum þar sem þú varst bara að kynnast leiknum, en vilt engu að síður læra af mistökum þínum. Þú lítur á spilin þín og veltir því fyrir þér hversu snemma þú hefðir getað fengið röð ef þú hefðir spilað á sem bestan máta.

Inntak

Fyrsta línan inniheldur tvær heiltölur $n$ og $p$ ($3 \leq p \leq n \leq 10^6$), heildarfjöldi spila og fjöldi spila sem þú getur haft á hendi. Svo fylgja $n$ línur, þar sem $j$-ta línan inniheldur tvær heiltölur $c_ j$ og $k_ j$ ($1 \leq c_ j \leq 4$, $1 \leq k_ j \leq 13$), sem táknar sort og gildi á ákveðnu spili. Fyrstu $p$ spilin tákna þau spil sem þú byrjaðir með á hendi, og seinni $n-p$ spilin eru þau spil sem þú dróst, í þeirri röð sem þau dróst þau.

Úttak

Skrifaðu út eina heiltölu sem táknar fæsta fjölda umferða sem það hefði getað tekið þig að fá röð, ef þú hefðir spilað á sem bestan máta. Ef það er engin leið til að fá röð þá skaltu skrifa út “Neibb”.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

27

$n \leq 100$

2

23

$n \leq 5\, 000$

3

15

$n \leq 10^6$, öll spil af sömu sort og hafa gildi $1$, $2$ eða $3$

4

35

Engar frekari takmarkanir

Sample Input 1 Sample Output 1
5 3
1 1
1 2
4 3
2 3
1 3
2
Sample Input 2 Sample Output 2
5 3
1 1
1 2
1 4
1 3
1 5
1
Sample Input 3 Sample Output 3
5 3
1 1
1 2
1 4
1 5
1 7
Neibb